Mér verður allt að yndi
Höfundur: Örn Friðriksson
Textahöfundur: Friðrik A. Friðriksson
Mér verður allt að yndi,
að óði og söng hvert spor.
Komin ert þú mín kæra,
ó, komin með sól og vor.
því mér bjós org í sinni
ég sá ekki veg né ráð.
Brosir nú leið mín glöð og greið,
gullnum blómum stráð.
þó sólin á sundin skíni
og signi það allt, er grær,
býr undarleg auðn í hjarta,
sé ástin þín hvergi nær hvergi nær.
Ég hafði lengi leitað,
og loksins fann ég þig.
Fann ég þá fold og himin,
og fann ég þá sjálfan mig.
Úr sinni sorg er horfin,
ég sé bæði veg og ráð.
Með þér er leið mín glöð og greið,
gullnum blómum stráð.